Viljar frá Auðsholtshjáleigu
IS2013187015
Viljar er undan gæðingnum og heiðursverðlaunahryssunni Vordísi frá Auðsholtshjáleigu og gæðingnum Hrannari frá Flugumýri.
Vordís er búin að gefa okkur gott hún hefur skilað í hús 9 fyrstu verðlauna hrossum og er meðal annars móðir Vár frá Auðsholtshjáleigu sem er móðir Viðars frá Skör sem var að fara í háan dóm á Hellu í gær. Vordís er undan Limru frá Laugarvatni (heiðurverðlaun) og systir Gára frá Auðsholtshjáleigu (heiðursverðlaun)
Viljar var sýndur 2018 og hlaut þá í einkunn :
Fyrir byggingu 8,39 hæst bar einkunn fyrir bak og lend 9,5
fyrir kosti hlaut hann 8,19 þar á meðal 9,0 fyrir stökk 8,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geð og fegur í reið. Aðaleinkunn 8,27.
Stefnt er með Viljar í keppni á komandi sumri.
Viljar hefur hlotið 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir stökk, Vliljar er ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér.
Hæsti kynbótadómur, 2018
Kynbótamat, BLUB
Sköpulag | Einkunn | BLUB | Athugasemd |
Höfuð | 8,5 | 104 | Svipgott, skarpt og þurrt |
Háls, herðar og bógar | 8,5 | 109 | Skásettir bógar, reistur og mjúkur. |
Bak og lend | 9,5 | 112 | Vöðvafyllt bak, löng, jöfn,djúp og öflug lend, góð baklína. |
Samræmi | 8,5 | 109 | Hlutfallarétt og fótahátt. |
Fótagerð | 8,5 | 112 | Þurrir fætur. |
Réttleiki | 7,5 | 104 | Framf. flétta, afturf. nágengir. |
Hófar | 8,0 | 110 | |
Prúðleiki | 7,5 | 96 | |
Sköpulag | 8,39 | 116 |
Kostir | Einkunn | BLUB | Athugasemd |
Tölt . | 8,5 | 117 | Taktgott og há fótlyfta. |
Brokk | 8,5 | 116 | Skrefmikið og há fótlyfta. |
Skeið | 7,0 | 110 | Skrefmikið en ferðlítið. |
Stökk | 9,0 | 119 | Ferðmikio, teygjugott og hátt. |
Vilji og geðslag | 8,5 | 120 | Ásækni. |
Fegurð í reið | 8,5 | 120 | MIkil reising og mikill fótaburður. |
Fet | 7,0 | 101 | Skrefstutt, flýtir sér. |
Hægt tölt | 8,0 | 112 | |
Hægt stökk | 8,0 | ||
Hæfileikar | 8,19 | 121 | |
Aðaleinkunn | 8,27 | 123 |