Skógarhólar
Í hjarta Þingvalla.
Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli en góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu. Dásamlegt er að koma að Skógarhólum og ríða um þjóðgarðinn, rúsínan er svo að koma heim að Skógarhólum aftur til að grilla og hafa gaman í góðra vina hópi leyfa sér að gista nótt og endurtaka leikinn næsta dag. Sjáumst á Skógarhólum.
Verðskrá sumarið 2019:
- Svefnpokapláss í herbergi: 4.800 kr. nóttin
- Hey og girðing fyrir hest: 700 kr. nóttin
- Tjaldstæði: 1.500 kr. nóttin
Bókanir í síma 898-9488 eða í netfanginu [email protected]