Stóra Vatnsskarð
Benedikt G Benediktsson (Benni) ræktar hross frá Stóra-Vatnsskarði ásamt fjölskyldu sinni. Á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði fer fram uppeldi ungrhrossanna og er ræktunin kennd við þann bæ þó svo að ræktunarhryssurnar séu í dag á Kvistum í Ölfusi. Tamning og þjálfun hrossanna fer síðan fram á Kvistum í Ölfusi.
Það hross sem olli þáttaskylum í ræktuninni er Lukka IS2001257651 sem hlaut sinn hæsta dóm 2008. Fyrir sköpulag 8,46, fyrir kosti 9,18 og aðaleinkun 8,89 og er ein hæst dæmda hryssa allra tíma. Lukka hefur skilað búinu 9 glæsilegum afkvæmum.
Frigg IS2004257653 er náskyld Lukku en hú hefur verið lofandi í ræktun sem og Viðja IS1998257650 en hún er góð ræktunarhryssa sem hefur skilað mjög góðum afkvæmum.
Hér gefur að líta nokkur glæsihross úr ræktun fjölskyldunnar að Stóra Vatsskarði.
Frekari upplýsingar
Við bjóðum upp á tamningar, þjálfun, reiðkennslu, útflutning og margt fleira.