Blesastaðir 1A
Á Blesastöðum 1A á Skeiðum eru Hólmfríður Björnsdóttir og Magnús Svavarsson með myndarlegt og vel búið hestabú. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og vel fer um bæði menn og hesta. Myndarleg reiðhöll, stórar stíur og góð gerði auðvelda alla vinnu við tamningar og þjálfun hrossa á Blesastöðum.
Á Blesastöðum er boðið upp á tamningar, þjálfun, reiðkennslu, og margt fleira.