Lukku Láki frá Stóra Vatnsskarði
IS2009157651Lukku-Láki hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Lukku-Láki gefur stór hross með fremur frítt höfuð. Hálsinn er langur og mjúkur en í meðallagi settur.
Afkvæmin eru fótahá og myndarleg. Fætur eru þurrir með góð sinaskil en nágengir að aftan. Hófar eru efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki er í rúmu meðallagi.
Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, töltið er jafnan best en fá sem skeiða að gagni. Töltið er takthreint og skrefmikið, brokkið er skrefmikið með góðri fótlyftu. Stökkið er teygjugott og fetið er yfir meðallagi.
Lukku-Láki gefur skrefmikil hross sem fara afar vel í reið með góðum höfuðburði
Hér gefur að líta glæsihross undan Lukku-Láka, þau eru skrefmikil og myndarleg.
Hæsti kynbótadómur, 2016 Kynbótamat, BLUB
Sköpulag | Einkunn | BLUB | Athugasemd |
Höfuð | 8,0 | 122 | Svipgott, bein neflína en slök eyrnastaða. |
Háls, herðar og bógar | 9,0 | 111 | Reistur, langur, mjúkur og háar herðar. |
Bak og lend | 7,5 | 97 | Öflug lend, áslend. |
Samræmi | 9,0 | 114 | Hlutfallarétt, langvaxið og fótahátt. |
Fótagerð | 8,5 | 113 | Öflugar sinar og prúðir fætur. |
Réttleiki | 7,5 | 88 | Afturf. nágengir. |
Hófar | 8,0 | 112 | Sléttir og efnisþykkir |
Prúðleiki | 8,5 | 114 | |
Sköpulag | 8,46 | 120 |
Kostir | Einkunn | BLUB | Athugasemd |
Tölt | 8,5 | 115 | Há fótlyfta, taktgott og skrefmikið |
Brokk | 9,0 | 115 | Rúmt taktgott, skrefmikið og há fótlyfta. |
Skeið | 9,0 | 103 | Skrefmikið og öruggt |
Stökk | 8,5 | 113 | Ferðmikið og teygjugott. |
Vilji og geðslag | 8,5 | 112 | Vakandi og þjálni. |
Fegurð í reið | 9,0 | 125 | Mikið fas, góður höfuðburður og mikill fótaburður.. |
Fet | 8,0 | 107 | Skrefmikið |
Hægt tölt | 8,0 | 113 | |
Hægt stökk | 7,5 | ||
Hæfileikar | 8,70 | 116 | |
Aðaleinkun | 8,60 | 120 |