Viljar frá Auðsholtshjáleigu

IS2013187015

Viljar er undan gæðingnum og heiðursverðlaunahryssunni Vordísi frá Auðsholtshjáleigu og gæðingnum Hrannari frá Flugumýri.

Vordís er búin að gefa okkur gott hún hefur skilað í hús 9 fyrstu verðlauna hrossum og er meðal annars móðir Vár frá Auðsholtshjáleigu sem er móðir Viðars frá Skör sem var að fara í háan dóm á Hellu í gær. Vordís er undan Limru frá Laugarvatni (heiðurverðlaun) og systir Gára frá Auðsholtshjáleigu (heiðursverðlaun) 


Viljar var sýndur 2018 og hlaut þá í einkunn :
Fyrir byggingu 8,39 hæst bar einkunn fyrir bak og lend 9,5
fyrir kosti hlaut hann 8,19 þar á meðal 9,0 fyrir stökk 8,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geð og fegur í reið. Aðaleinkunn 8,27.

Stefnt er með Viljar í keppni á komandi sumri.

Viljar hefur hlotið 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir stökk, Vliljar er ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér.

Hæsti kynbótadómur, 2018

Kynbótamat, BLUB

SköpulagEinkunnBLUBAthugasemd
Höfuð8,5104Svipgott, skarpt og þurrt
Háls, herðar og bógar
8,5109Skásettir bógar, reistur og mjúkur.
Bak og lend9,5112Vöðvafyllt bak, löng, jöfn,djúp og öflug lend, góð baklína.
Samræmi8,5109Hlutfallarétt og fótahátt.
Fótagerð8,5112Þurrir fætur.
Réttleiki7,5104Framf. flétta, afturf. nágengir.
Hófar8,0110
Prúðleiki7,596
Sköpulag8,39116
KostirEinkunnBLUBAthugasemd
Tölt .8,5117Taktgott og há fótlyfta.
Brokk8,5116Skrefmikið og há fótlyfta.
Skeið7,0110Skrefmikið en ferðlítið.
Stökk9,0119Ferðmikio, teygjugott og hátt.
Vilji og geðslag8,5120Ásækni.
Fegurð í reið8,5120MIkil reising og mikill fótaburður.
Fet7,0101Skrefstutt, flýtir sér.
Hægt tölt8,0112
Hægt stökk8,0
Hæfileikar8,19121
Aðaleinkunn8,27123

Ættartré